Að agnúast út í sjálfa sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá.
Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun