Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 09:11 Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. vísir/Stefán Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir umræður um að hann segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra enn á byrjunarstigi. Flokkurinn telur að með þessu fái hann tækifæri til þess að styrkja sig því þannig geti allir fjórir þingmenn Bjartrar framtíðar sinnt störfum sínum á þingi. „Það hefur rætt mikið síðustu árin hugmyndir um utanþingsráðherra og þingmenn sem verði ráðherrar sitji ekki á þingi .Þetta hefur verið mikil umræða í sambandi við mögulega stjórnarþátttöku Bjartrar framtíðar af því að við erum auðvitað bara fjögur á þinginu,“ sagði Óttarr í Bítinu í morgun. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar þó að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Óttarr segir þessar hugmyndir nokkuð flóknar og óljósar, en farið verður yfir málið á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld. „Hugmyndin er að þingflokkurinn sé allur á þinginu þó einhver sinni ráðherramennsku. Ráðherrar eru náttúrulega ekki allan daginn í þinginu. En eins og er þá gera reglur þingsins ekki ráð fyrir þessu, þannig að þetta er snúið dæmi,“ segir hann. Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru langt komnar, en formenn flokkanna munu kynna nýjan stjórnmála fyrir þingflokkum sínum í dag. Óttarr sagði í Bítinu að ný stjórn verði líklega kynnt á allra næstu dögum. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir umræður um að hann segi af sér þingmennsku til að gegna embætti utanþingsráðherra enn á byrjunarstigi. Flokkurinn telur að með þessu fái hann tækifæri til þess að styrkja sig því þannig geti allir fjórir þingmenn Bjartrar framtíðar sinnt störfum sínum á þingi. „Það hefur rætt mikið síðustu árin hugmyndir um utanþingsráðherra og þingmenn sem verði ráðherrar sitji ekki á þingi .Þetta hefur verið mikil umræða í sambandi við mögulega stjórnarþátttöku Bjartrar framtíðar af því að við erum auðvitað bara fjögur á þinginu,“ sagði Óttarr í Bítinu í morgun. Ekkert í stjórnskipan landsins heimilar þó að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum og kalli inn varamann á meðan ráðherraembætti er gegnt. Því þyrfti Óttarr að segja af sér og gæti ekki tekið sæti á þingi aftur nema að gengnum nýjum alþingiskosningum. Óttarr segir þessar hugmyndir nokkuð flóknar og óljósar, en farið verður yfir málið á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld. „Hugmyndin er að þingflokkurinn sé allur á þinginu þó einhver sinni ráðherramennsku. Ráðherrar eru náttúrulega ekki allan daginn í þinginu. En eins og er þá gera reglur þingsins ekki ráð fyrir þessu, þannig að þetta er snúið dæmi,“ segir hann. Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eru langt komnar, en formenn flokkanna munu kynna nýjan stjórnmála fyrir þingflokkum sínum í dag. Óttarr sagði í Bítinu að ný stjórn verði líklega kynnt á allra næstu dögum. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00