Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sérfræðilæknum í fullu starfi á Landspítalanum verður fjölgað til muna á næstunni en markmiðið er að stytta meðallengd innlagna sem er birtingarmynd fjölda vandamála.  Rætt verður við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður rætt við Toshiki Toma, prest innflytjenda, en hann segist hafa glímt við þunglyndi í desember vegna fjölda hælisleitenda sem var vísað úr landi.

Þá verður fjallað um ófremdarástand í öldrunarmálum á Suðurlandi og rætt við samskiptastjóra Samgöngustofu sem kallar eftir sérstökum reglum um drónaflug hér á landi.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×