Um vanhæfi dómara og endurupptöku mála Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. janúar 2017 16:46 Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Nú er er eðlilega um það rætt hverju varði ef í ljós kemur eftir uppkvaðningu dóms að vanhæfur dómari hafi setið í fjölskipuðum dómi. Í þessu efni ættu menn að líta á dæmi sem getur að líta í dómasafni Hæstaréttar 7. júní 2007 í málinu nr. 400/2006. Í forsendum dómsins er tekið fram að dómur hafi (áður) fallið í málinu 1. mars 2007. Með ákvörðun 24. apríl 2007 hafi verið orðið við beiðni áfrýjanda um endurupptöku málsins. Ekki kemur fram í forsendunum hverjar voru ástæður fyrir þessari óvenjulegu meðferð málsins og skal nú bætt úr því. Við fyrri málflutninginn sat sá sem þetta skrifar ásamt tveimur samdómurum í dómi. Eftir að dómur okkar gekk 1. mars 2007 barst Hæstarétti erindi frá lögmanni áfrýjandans, þar sem til þess var vísað að áfrýjandi hefði komið til viðtals við mig um mál sitt á lögmannsstofu mína á tilgreindum degi nokkrum árum fyrr, meðan ég enn þá starfaði sem málflutningsmaður. Hefði þetta verið eitt samtal þar sem ég hefði tjáð áfrýjandanum að ég teldi ekki vera efni fyrir hann að hafa kröfu sína uppi fyrir dómi. Til þess skorti lagalegar forsendur. Ég mundi ekkert eftir þessu þegar málið var flutt í Hæstarétti hið fyrra skiptið, þar sem ég sat í dómi. Þegar erindið barst Hæstarétti kannaði ég málið og sá að viðkomandi einstaklingur hafði komið til viðtals við mig á skrifstofu mína þann dag sem tilgreindur var í erindinu. Ég sneri mér þá til yfirstjórnar Hæstaréttar og staðfesti að ég yrði að teljast hafa verið vanhæfur til meðferðar málsins. Féllst rétturinn á þetta og var málið því endurupptekið og öllum þremur dómurunum skipt út fyrir aðra þrjá, sem hlustuðu á síðari málflutninginn og kváðu upp nýjan dóm. Þetta voru auðvitað sjálfsögð viðbrögð við þeirri stöðu sem komin var upp. Voru þau byggð á lagareglum um skilyrði fyrir endurupptöku dæmdra mála, sem eru með sama meginefni, hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Á sama hátt hlýtur að verða að endurupptaka þau mál þar sem í ljós hefur nú komið að dómarar, einn eða fleiri, hafa verið vanhæfir til meðferðar þess, þegar dómur var upp kveðinn. Það á enginn að þurfa að sitja uppi með dóm, þar sem einn eða fleiri dómarar hafa verið vanhæfir. Í fjölskipuðum dómi nægir að einn dómaranna hafi verið vanhæfur. Þá verður að leyfa endurupptöku og skipa allan dóminn á ný.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar