Innlent

Margir fengu nóg af flug­elda­sprengingum á höfuð­borgar­svæðinu: „Það er stríðs­á­stand hérna“

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðeins má skjóta upp flugelda á tímabilinu 28. desember og til 6. janúar og var því gærkvöldið nýtt til hins ýtrasta að því er virðist.
Aðeins má skjóta upp flugelda á tímabilinu 28. desember og til 6. janúar og var því gærkvöldið nýtt til hins ýtrasta að því er virðist. Vísir/Vilhelm
Það var sannkölluð flugeldaskothríð á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar skotglaðir borgarbúar nýttu síðasta tækifærið til að sprengja upp flugelda.

Aðeins má skjóta upp flugelda á tímabilinu 28. desember og til 6. janúar og var því gærkvöldið nýtt til hins ýtrasta að því er virðist.

Margir kvöddu jólin á þrettándabrennum þar sem voru haldnar flugeldasýningar en sprengingarnar voru ekki bundnar við þær sýningar og mátti heyra sprengingar fram eftir öllu kvöldi.

 

Miklar umræður áttu sér stað á samfélagsmiðlum þar sem menn kvörtuðu undan hávaðanum sem hlýst af þessu og líkti leikarinn Pálmi Gestsson þessu við stríðsástand.

Illugi Jökulsson sagði sprengjuregnið í miðbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi vera komið út yfir allan þjófabálk.

Og þetta sprengjuregn kom illa við foreldra sem sögðu það halda vöku fyrir börnum sínum, en þetta tíst var birt þegar klukkan var komin fram yfir miðnætti.

Hér fyrir neðan má svo sjá frekari umræðu um sprengjuregnið:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×