Innlent

Eldur kviknaði í þvottahúsi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Töluverður erill hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Töluverður erill hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vísir/Stefán
Töluverður erill hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eyþór Leifsson, vakthafandi varðstjóri, segir það fylgja þrettándanum að mikið sé að gera við slökkvistörf.

Eldur kviknaði í þvottahúsi í íbúðarhúsnæði við Rauðalæk í kvöld. Talið er að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp. Slökkvilið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins og voru að klára reykræstingu um klukkan hálf tólf.

Þá kom upp eldur í Rimaskóla og aðstoðaði slökkvilið við reykræstingu eftir að skólastjórinn náði að ráða niðurlögum eldsins.

Þá hafa verið fimm útköll vegna elds í gámum í kvöld og segir Eyþór það líklega vera um íkveikjur að ræða.

Er þetta ekki óvenju mikið á einu kvöldi?

„Það er náttúrulega þrettándinn. Þá er alltaf mikið að gera hjá okkur,“ segir Eyþór í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×