Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Fulham farseðilinn í 4. umferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Fulham.
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Fulham. Vísir/Getty
Hinn 16 ára gamli Ryan Sessegnon tryggði Fulham sigur á Cardiff City, 1-2, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Fulham sem lenti undir strax á 8. mínútu þegar Anthony Pilkington skoraði fyrir heimamenn í Cardiff.

Forystan entist þó aðeins í sex mínútur því Stefan Johansen jafnaði metin í 1-1 á 14. mínútu.

Á 33. mínútu var svo komið að ungstirninu Sessognon sem kom boltanum framhjá Brian Murphy í marki Cardiff. Sessognon þessi er fæddur árið 2000 og verður ekki 17 ára fyrr en í maí.

Fleiri urðu mörkin ekki og Fulham fagnaði sigri og sæti í 4. umferð bikarkeppninnar.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×