Innlent

Ólíklegt að Landsbjörg krefjist greiðslu fyrir leitina á Langjökli

Gissur Sigurðsson skrifar
Landsbjörg telur ólíklegt að krafist verði greiðslu fyrir leit 180 björgunarsveitarmanna að tveimur erlendum ferðamönnum á hálendinu í gær.

Fólkið fannst heilt á húfi í grennd við Lanagjökul í gærkvöldi, eins og fram hefur komið. Líta má svo á að fyrirtækið, sem stóð fyrir hópferðinni sem fólkið var í, hafi selt því ferð í hættulegar aðstæður, sem Veðurstofan hafði sérstaklega varað við þannig að sú spurning vaknar til Þorsteins G. Gunnarssonar upplýsingafulltrúa hvort Landsbjörg muni fara fram á greiðslur upp í kostnað við leitina.

„Við höfum ekki skoðað það í þessu tilviki og grunnreglan hjá okkur er sú að innheimta ekki fyrir björgun. Það er nú einfaldlega vegna þess að við viljum ekki að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum og vanda þurfi að velta því fyrir sér hvort það sé borgunarmenn fyrir björgunaraðgerð,“ segir Þorsteinn og bendir á að fólk dragi það þá hugsanlega lengur að leita eftir aðstoð. Þá getur verið að fólk sé komið í hættulegri aðstæður og geti það endað skelfilega.

En hvað með þegar fólk fer vísvitandi út í hættu og er beinlínis selt út í hana?

„Það er fyrirtækisins, ferðaþjónustufyrirtækisins, í hvert skipti að meta aðstæður og það er alveg rétt að þarna var spáin slæm. Við hins vegar þegar kallið kemur þá förum við án þess að spyrja nokkurra spurninga og björgum fólki en í þau skipti sem við höfum innheimt björgunarlaun þá höfum við verið að sækja fólk í vanda sem hefur verið með tryggingar sem að „kovera“ leit.“

Veistu hvort það er svo í þessu tilviki?

„Nei við höfum ekki skoðað það.“

Ekki náðist í talsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland, fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en hér má lesa um yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í nótt.   


Tengdar fréttir

Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni

Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í g




Fleiri fréttir

Sjá meira


×