Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2017 12:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landverndar. vísir Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00