Innlent

Seltjarnarnes styður tekjulága á leigumarkaði

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Seltjarnarnesbær veitir fjárhagslegan húsnæðisstuðning til viðbótar við húsnæðisbætur.
Seltjarnarnesbær veitir fjárhagslegan húsnæðisstuðning til viðbótar við húsnæðisbætur. Vísir/GVA
Seltjarnarnesbær mun greiða húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna umfram þær húsnæðisbætur, sem lög kveða á um og tóku gildi nú um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ.

Þann 1. janúar tóku ný lög gildi um húsnæðisbætur en þær koma í stað húsaleigubóta. Eru bæturnar greiddar úr ríkissjóði en sótt er um þær rafrænt á husbot.is.

„Seltjarnarnesbær mun hins vegar greiða sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ, félagsþjónustu á eyðublöðum sem þar fást. Ekki þarf að skila inn öðrum gögnum nema sérstaklega sé óskað eftir því,” segir í tilkynningunni.

Efri tekjumörk á mánuði eru á bilinu 323 þúsund til 542 þúsund krónur á mánuði en þau haldast í hendur við fjölda heimilismanna.

Í drögum að reglum Seltjarnarnesbæjar um húsnæðisstuðning segir að „sérstakur húsnæðisstuðningur sé reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000 krónur fær leigjandi greiddar 800 krónur í sérstakan húsnæðisstuðning.

Þar kemur jafnframt fram að fjárhæð húsnæðisbóta og húsnæðisstuðnings má ekki vera hærri en 82 þúsund krónur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×