Innlent

Kínverjar ósáttir við Einar: „Ég vona að þú verðir nakinn næst“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kínverskir netverjar eru vægast sagt ósáttir við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing eftir að hann hvatti til þess að Íslendingar sniðgengju kínverskar vörur í veðurfréttum á RÚV á nýársdag.
Kínverskir netverjar eru vægast sagt ósáttir við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing eftir að hann hvatti til þess að Íslendingar sniðgengju kínverskar vörur í veðurfréttum á RÚV á nýársdag. Vísir/Skjáskot
Kínverskir netverjar eru vægast sagt ósáttir við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing eftir að hann hvatti til þess að Íslendingar sniðgengju kínverskar vörur í veðurfréttum á RÚV á nýársdag.

Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir á sunnudag varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðini hefur aldrei verið hærra en í fyrra frá upphafi mælinga.

Sjá einnig: Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína

Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt að mörkum í baráttunni gegn þeirri þróun með því að sniðganga vörur sem framleiddar eru í Kína. Hann sagði Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar.

Vísir/Skjáskot
Eitthvað hafa ummæli Einars farið öfugt ofan í Kínverja og vanda þeir Einari ekki kveðjurnar á netinu eftir að fréttir bárust af því þar í landi. Tævanska fréttastofan Liberty Times greinir frá þessu. Einar er meðal annars kallaður fífl og hálfviti og því haldið fram að Íslendingar „hafi ekkert án kínverskrar framleiðslu.“ 

Einn segist vona að Einar hafi áttað sig á að fötin sem hann klæddist hafi mögulega verið framleidd í Kína. „Ég vona að fréttamaðurinn átti sig á að hann gæti verið í fötum, þar á meðal nærfötum, sem framleidd eru í Kína. Ég vona að þú verðir nakinn næst.“

Einar segist þó sjálfur ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti vegna uppátækisins.

„Ekki nema að fólk hafi hrósað mér fyrir að vekja athygli á þessum hlutum. Nei viðbrögðin hafa bara verið jákvæð,“ segir Einar í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Kínverjar virðast sniðganga Einar

Hvorki utanríkisráðuneytið né sendiráð Íslands í Kína hafa orðið vör við að tillaga Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings, um að sniðganga ætti vörur frá Kína dragi dilk á eftir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×