Ræða að skipta upp tveimur ráðuneytum Snærós Sindradóttir skrifar 6. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður líklega forsætisráðherra á allra næstu dögum. Tilkynnt verður um nýja ríkisstjórn eftir helgi. vísir/stefán Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira