Innlent

Óttarr brattur eftir níu vikur í stjórnarmyndunarviðræðum: „Það ættu allir að prófa þetta“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óttarr Proppé hefur staðið í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði, eða samtals níu vikur. Hann segir það eflaust verða skrýtna tilfinningu að vera ekki í viðræðum, en það sé þó furðulega eðlilegt að vera í svo löngum viðræðum og að honum hafi fundist skrýtnar að hefja störf í borgarstjórn árið 2010.

Óttarr var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sló á létta strengi með Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni.

Þú er búinn að vera í stjórnarmyndunarviðræðum í rúma tvo mánuði. Hvernig er tilfinningin núna þegar að það sést til lands?

„Ja, hún er dálítið sérstök. Það er kannski hægt að segja að það sé svona aðeins að vakna með manni svona fyrir fram söknuður. Það verður skrýtin tilfinning að vera ekki í stjórnarmyndunarviðræðum, en ég segi það nú bara svona á léttu nótunum. Þetta er að mörgu leyti búið að vera fróðlegt og það er ágætis tilhugsun að þurfa ekki að vakna um morguninn og pæla í stjórnarmyndun.“

Er þetta skrýtnasta gigg sem Óttarr Proppé hefur tekið að sér?

„Nei en þetta er eitt af þeim skrýtnari. Það var kannski skrýtnara að ganga inn í ráðhúsið á sínum tíma með Jóni Gnarr. Ég skal bara viðurkenna það. Þetta er furðulega eðlilegt gigg í raun og veru. Það ættu allir að prófa þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×