Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:00 Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum