Viðskipti innlent

Birgir Bieltvedt seldi hlut sinn í Hard Rock

Haraldur Guðmundsson skrifar
Birgir Þór Bieltvedt er farinn út úr Hard Rock Café sem opnaði í lok október.
Birgir Þór Bieltvedt er farinn út úr Hard Rock Café sem opnaði í lok október.
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur selt hlut sinn í veitingastaðnum Hard Rock Café við Lækjargötu. Gengið var frá sölunni rétt fyrir áramót eða einungis tveimur mánuðum eftir að staðurinn opnaði. Högni Sigurðsson, viðskiptafélagi og samstarfsmaður Birgis, og aðilar tengdir honum keyptu hlutinn.



Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag en þar segir ekki hversu stóran hlut Birgir átti heldur einungis að hann hafi verið meirihlutaeigandi. Athafnamaðurinn segir í samtali við blaðið að ákvörðunin um að selja tengist miklum umsvifum Dom­in­o's á Norðurlöndunum. Domino‘s í Bretlandi, sem á síðasta ári keypti 49 prósenta hlut í Dom­in­o's áÍslandi, hafi farið þess á leit við Birgi að hann einbeitti sér í meiri mæli að uppbyggingunni á Norðurlöndunum en fjárfestirinn er einn eigenda og stjórnarformaður á Íslandi. Kaupverðið á hlutnum í Hard Rock verði ekki gefið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×