Viðskipti innlent

Risahótelið við Grensásveg tekið í notkun eftir rúm tvö ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýja hótelið mun rísa á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, þar sem verkfræðistofan Hönnun og síðar Mannvit voru til húsa í mörg ár.
Nýja hótelið mun rísa á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, þar sem verkfræðistofan Hönnun og síðar Mannvit voru til húsa í mörg ár. Batteríð Arkitekter
Fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel mun rísa á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar fyrir sumarið 2019. Hótelið yrði það stærsta í fermetrum talið, tæplega 18 þúsund fermetrar, og með næstflest hótelherbergi á landinu. Heildarfjárfesting vegna verkefnsins er um tíu milljarðar króna en ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Kvikmyndaskóli Íslands er með aðstöðu í húsinu í dag sem verður rifið. Þar var áður til húsa verkfræðistofan Mannvit og þar áður verkfræðistofan Hönnun sem gekk inn í Mannvit. Fasteignafélagið G1 byggir og á húsið. Jón Þór Hjaltason stjórnarformaður G1 segir að viðræður standi yfir við erlenda hótelkeðju. Sú keðja er ekki nefnd en fram kemur að hún er ekki þegar með rekstur hótels hér á landi.

Óhætt er að segja að bygging hótela sé því sem næst daglegt brauð hér á landi en ný hótel hafa risið nýlega bæði á Laugavegi og Hverfisgötu. Hótel opnaði á liðnu ári í JL-húsinu við Hringbraut og eru sömuleiðis plön um hótelrekstur hinum megin við götuna, á Byko-reitnum.

Stórt hótel á að rísa á horni Nauthólsvegar og Hringbrautar auk þess sem byggja á tæplega 100 herbergja hótel í Skipholti. Þá ætlar Skúli Mogensen að opna hótel nærri Keflavíkurflugvelli svo eitthvað sé nefnt.



Tengdar fréttir

Hótel og íbúðir á Byko-reitnum í Vesturbænum

Allt að 70 nýjar íbúðir og hótel munu rísa á Byko-reitnum svokallaða í Vesturbænum samkvæmt breytingum á deiliskipulagi sem auglýst hefur verið af Reykjavíkurborg.

Íbúar uggandi yfir fyrirhuguðum hótelframkvæmdum

Íbúar í Fururgrund í Kópavogi eru margir hverjir uggandi yfir fyrirhuguðum framkvæmdum við hótelbyggingu að Furugrund 3. Lóðin var seld árið 2014 og hyggjast kaupendur ætla að byggja 32 íbúða hótel í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×