Erlent

41,3 gráðu frost mældist í Norður-Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Svíar í norðurhluta landsins þurfa að búa sig vel. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Svíar í norðurhluta landsins þurfa að búa sig vel. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Nístingskuldi herjar nú á íbúa Norður-Svíþjóðar og mældist 41,3 gráðu frost í bænum Nikkaluokta, vestur af bænum Kiruna, í nótt.

Í frétt SVT segir að kuldinn sé sá mesti sem mælst hefur í landinu það sem af er vetri.

Stormur hefur gengið yfir landið á síðustu dögum og hefur hann nú vikið fyrir miklu kuldaveðri, þar sem frostið mældist á bilinu allt frá 10 gráðu frosti í suðri niður í rúmlega 40 gráðu frost nyrst.

Líkt og Danir þurftu Svíar að takast á flóð á austurströnd landsins í gær, meðal annars í Oskarshamn og Kalmar í Smálöndum, þar sem sjávarhæð hækkaði að meðaltali um milli 80 og 115 sentimetra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×