Innlent

Rekstrarkostnaður fyrir hvern grunnskólanema rúmar 1,7 milljónir á ári

Atli Ísleifsson skrifar
Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 var 1.651.002 krónur.
Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 var 1.651.002 krónur. Vísir/AFP
Árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, var áætlaður 1.754.072 krónur í janúar 2017.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Í fréttinni segir að meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2015 hafi verið 1.651.002 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2015 til janúar 2017 sé áætluð 6,2 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×