Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira