Viðskipti innlent

Bjarni Þór til Deloitte

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Þór Bjarnason
Bjarni Þór Bjarnason mynd/deloitte
Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur tekið við sem sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Þá er hann jafnframt orðinn einn af eigendum fyrirtækisins en þetta kemur fram í tilkynningu frá forstjóra Deloitte.

Bjarni lauk laganámi við Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi við University of Southern California árið 2009.

Hann hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu undanfarin átta ár og hefur meðal annars sérhæft sig á sviði félagaréttar, skattaréttar, samrunum og yfirtökum og fjármögnun fyrirtækja. Áður en Bjarni gekk til liðs við LOGOS starfaði hann hjá yfirskattanefnd og Íbúðalánasjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×