Viðskipti innlent

Sushisamba verður að Sushi Social

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Veitingastaðurinn sem áður bar nafnið Sushisamba í miðbæ Reykjavíkur hefur nú fengið nafnið Sushi Social. Fylgjendur staðarins á Facebook fengu tilkynningu um það í gærkvöldi.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að veitingastaðurinn mætti ekki bera nafnið Sushisamba eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.

Sjá einnig: Sushisamba má ekki heita Sushisamba

Sushisamba var einn af tíu vinsælustu veitingastöðum landsins í byrjun síðasta árs samkvæmt tölum frá Meniga og seldi sushi fyrir um 300 milljónir króna árið 2015.

Í færslu á Facebook segir Sushi Social að nýja nafnið sé vísun í „stemninguna, tengslin og það frábæra samfélag sem er staðurinn, gestirnir og að njóta og hafa gaman saman,“ eins og það er orðað.

Þá muni nafninu verða komið í hið nýja horf á netinu sem og inni á veitingastaðnum á næstu dögum.

Hér að neðan má sjá fréttir af málaferlunum á liðnu ári sem leiddi til hinnar nýju nafngiftar sem og umfjöllun kvöldfrétta um niðurstöðu Hæstaréttar í spilaranum efst í fréttinni.

Ekki náðist í Gunnstein Helga Maríussonar, framkvæmdastjóra staðarins, við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð

Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands.

Sushisamba má ekki heita Sushisamba

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×