Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 12:21 Bjarni Benediktsson á Besssatöðum á föstudag þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. vísir/stefán Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn. Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn.
Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22
Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43