Innlent

Sló mann ítrekað í andlitið með hækju

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa slegið annan mann í andlitið með hækju og ítrekað slegið hann hnefahögg í andlitið.
Maðurinn er grunaður um að hafa slegið annan mann í andlitið með hækju og ítrekað slegið hann hnefahögg í andlitið. vísir/gva
Hæstiréttur úrskurðaði í dag erlendan karlmann, sem grunaður er um stórfellda líkamsárás, í tíu daga gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið annan mann í andlitið með hækju og ítrekað slegið hann hnefahögg í andlitið.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og var í Héraðsdómi Reykjavíkur í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Hann var með dvalarleyfi hér á landi en Útlendingastofnun felldi það niður í febrúar og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála í júlí.

Ríkislögreglustjóri gerði manninum hinn 14. desember skylt að tilkynna sig daglega til lögreglu næsta mánuðinn. Maðurinn gerði það einungis einu sinni, þann 15. desember. Var hann með vísan til þess úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. janúar til að tryggja framkvæmd ákvörðunar Útlendingastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×