Innlent

Róbert og Brynhildur segja sig úr Bjartri framtíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall.
Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall. vísir
Þau Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, sögðu sig úr flokknum í morgun. Bæði segja þau ákvörðunina ekkert hafa að gera með stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Viðreisn og Sjálfstæðisflokks heldur ætli þau að snúa sér að öðrum verkefnum.

Greint er frá þessu á vef RÚV en þar kemur jafnframt fram að Róbert ætli aftur til starfa í verkefnum tengdum fjölmiðlum, en hann var þekktur fjölmiðlamaður áður en hann tók sæti á þingi. Þá ætlar Brynhildur, sem áður starfaði hjá Neytendasamtökunum, að snúa sér að verkefnum tengdum neytendamálum.

Róbert settist fyrst á þing árið 2009, þá fyrir Samfylkinguna. Hann bauð sig svo fram fyrir Bjarta framtíð árið 2013 og sat á þingi þar til í haust. Byrnhildur sat á þingi fyrir flokkinn frá 2013 til 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×