Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira