Enski boltinn

Stjarnan í „Stranger Things“ þáttunum er mikill stuðningsmaður Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Millie Bobby Brown er Liverpool stuðningsmaður.
Millie Bobby Brown er Liverpool stuðningsmaður. Vísir/Samsett
Stuðningsmenn Liverpool leynast víða í heiminum og líka meðal framtíðarstjarna Hollywood í Bandaríkjunum.

Millie Bobby Brown er aðeins tólf ára gömul en hefur þegar skapað sér nafn eftir magnaða frammistöðu sína í bandarísku sjónvarpsþáttunum „Stranger Things“ sem slógu í gegn út um allan heim á árinu 2016.

Millie Bobby Brown lék „Eleven“ sem er aðalsögupersónan í þáttunum en hún vakti ekki síður athygli fyrir framgöngu sína í spjallaþáttunum og þar fór ekkert á milli mála að þar er á ferðinni hæfileikarík stelpa.

Það vissu örugglega færri að Millie Bobby Brown er mikill stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool en bæði bróðir hennar og faðir eru harðir stuðningsmenn.

Liverpool vann 1-0 sigur á Manchester City í lokaleik ársins 2016 og það var kannski ekkert skrýtið þegar fólk komst af því að „Eleven“ var í stúkunni á Anfield á þessum leik.

Það boðaði allavega gott fyrir Liverpool-menn að hafa hana á vellinum en sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Jürgen Klopp og lærisveinar hans.  Millie Bobby Brown vonast nú til þess að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn á hennar ævi.

Millie Bobby Brown var tekin í viðtal á fésbókarsíðu Liverpool fyrir leikinn þar sem hún skýrði út af hverju hún heldur með Liverpool. Foreldrar hennar eru enskir en fluttu til Bandaríkjanna þegar hún var átta ára gömul.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við „Eleven“ á fésbókarsíðu Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×