Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2017 11:35 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði. Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira