Innlent

Þrjár milljónir á þremur dögum

MYND/KRINGVARP FØROYA
Í gær höfðu rétt tæpar þrjár milljónir króna safnast á þremur dögum til handa Færeyingum sem urðu fyrir miklu tjóni af völdum óveðursins sem gekk yfir eyjarnar um jólin. Í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar segir að um 480 einstaklingar og fyrirtæki hafi lagt söfnuninni lið og eru innleggin allt frá 500 krónum og upp í hundrað þúsund.

Hæstu framlögin koma frá einstaklingum. Söfnunin verður að minnsta kosti opin út þessa viku en lokadagsetning hennar hefur enn ekki verið ákveðin.

Petur Petersen, ræðismaður Færeyja á Íslandi, hefur lýst sig tilbúinn til að veita söfnunarfénu viðtöku. Hann mun svo afhenda það lögmanni Færeyja hægt að er nálgast nánari upplýsingar um söfnunina á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×