Erlent

Árasarmannsins enn leitað

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Ekki er ljóst hvort verknaðurinn sé á ábyrgð hryðjuverkasamtaka.
Ekki er ljóst hvort verknaðurinn sé á ábyrgð hryðjuverkasamtaka. vísir/epa
Lögreglan í Istanbúl leitar enn manns sem varð 39 að bana á skemmtistað í borginni á nýársnótt. 

Af þeim sem létust í árásinni voru fimmtán Tyrkir en aðrir voru erlendir ríkisborgarar, meðal annars frá Ísrael, Frakklandi, Líbanon, Belgíu, Túnis, Sádí-Arabíu og Jórdaníu.

BBC greinir frá því að 69 manns séu á sjúkrahúsi eftir árásina. Þar af eru þrír þungt haldnir.

Ekki er enn vitað hvort hryðjuverkasamtök beri ábyrgð á verknaðinum. Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að árásin sé ekki þeirra verk. Hefur talsmaður PKK lýst því yfir að samtökin myndu aldrei ráðast á óbreytta borgara, líkt og gert var í árásinni. Grunur leikur hins vegar á um að ISIS kunni að bera ábyrgð á ódæðisverkunum. 

Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Istanbúl










Tengdar fréttir

„Við höfum búist við hryðjuverki“

Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×