Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira