Enski boltinn

Pochettino: Besta frammistaða liðsins á þessu tímabili

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pochettino gefur skipanir inn af hliðarlínunni.
Pochettino gefur skipanir inn af hliðarlínunni. Vísir/getty
Mauricio Pochettino var feginn að leikmenn hans í Tottenham gátu tekið því rólega seinasta hálftímann í 4-1 sigri á Watford í dag.

Tottenham gerði út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks með fjórða markinu og gat hann hvílt menn á borð við Harry Kane, Danny Rose og Dele Alli.

„Það er mjög mikilvægur leikur á miðvikudaginn og það var gott að geta dreift aðeins álaginu og leyft mönnum að hvíla sig undir lokin í dag,“ sagði Pochettino sem hrósaði leikmönnum sínum.

„Spilamennska liðsins í fyrri hálfleik var ein sú besta á þessu tímabili. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en strákarnir brugðust vel við og léku mjög vel.“

Sjá einnig:Tottenham valtaði yfir Watford í fyrsta leik ársins

Pochettino sagðist ekkert óttast að mæta sjóðheitu liði Chelsea sem hefur unnið þrettán leiki í röð.

„Við vitum að þeir eru að spila vel þessa stundina. Chelsea er með gott lið með sjálfstraustið í botni en við ætlum okkur að taka þrjú stig á miðvikudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×