Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við KPMG á Íslandi. Ólafía Þórunn mun því vera með logo fyrirtækisins framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KPMG. Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi, segir þar starfsfólk fyrirtækisins vera ákaflega stolt af því að geta stutt við keppnisferil Ólafíu.
„Við hlökkum mikið til að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili og vonum að henni vegni vel, bæði innan golfvallar og utan sem golfmerkisberi KPMG,“ segir Jón.
Golfmerkisberar KPMG núna auk Ólafíu Þórunnar eru Phil Mickelson, Stacy Lewis, Mariah Stackhouse, Paul Dunne og Klara Spilkova. KPMG er einnig aðal stuðningsaðili KPMG Women’s PGA Championship sem er eitt af fjórum risamótunum á LPGA.
„Það er mér mikill heiður að fá að njóta stuðnings svona virts fyrirtækis eins og KPMG sem hefur stutt dyggilega við kvennagolf undanfarin ár. Ég get ekki beðið eftir að verða þeirra fulltrúi og um leið fulltrúi Íslands þegar ég byrja feril minn á þessari sterkustu mótaröð í heimi,“ segir Ólafíu Þórunn.
Ólafía Þórunn merkisberi KPMG
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent


„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“
Viðskipti innlent


Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair
Viðskipti innlent


Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair
Viðskipti innlent

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur
Viðskipti innlent