„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:46 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11