Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2017 06:00 Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira