Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 21:55 Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld. Vísir/EPA Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða