Ákváðu í skyndi að leita að Birnu og fundu skóna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2017 20:30 Bræðurnir Pétur og Sigtryggur Péturssynir. Vísir/Anton Brink Bræðurnir Sigtryggur og Pétur Péturssynir ákváðu í skyndi í gær að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést frá því á laugardag. Þeir fundu skópar sem reyndist í hennar eigu en skórnir eru nú helsta vísbending lögreglu í leitinni. Hvorugur þeirra þekkir Birnu. „Ég hafði lesið mikið um þetta mál í fréttunum. Pabbi stakk upp á því að við færum út að leita en það varð ekkert úr því þannig að ég fór bara heim. En hann hefur heyrt í bróður mínum og bróðir minn hringir í mig og spyr hvort ég vilji ekki kíkja smá spöl. Við vorum vel búnir, með tvö mjög sterk ljós og fórum í átt að Kaldárseli og leituðum þar í svona 45 mínútur. Við ætluðum þá heim en ákváðum að kíkja á einn stað í viðbót; á höfnina,“ segir Pétur. Pétur segir þá hafa gengið um bryggjuna stutta stund en dimmt var úti og veður vont á þeim tímapunkti. „Ég þekki þennan stað ágætlega. Við kíktum ofan í einhverja sandpoka þarna og leituðum meðfram sjónum og svona en sáum ekkert. Þegar við vorum á leiðinni til baka þá rákum við augun í þessa skó.“Frá leitinni í Hafnarfjarðarhöfn í nótt.Vísir/VilhelmMikið áfall að sjá skóna Bræðurnir segja það hafa verið mikið áfall að sjá skóna en Pétur var sá sem fyrstur kom auga á skóna. „Ég sá bara andlitið á Pétri bróður mínum og sá hversu mikið honum brá. Maður hafði áhyggjur áður en maður fór út að leita en mun meiri áhyggjur eftir að hafa fundið skóparið, þetta er svo rosalega óhugnanlegt. Svipurinn á bróður mínum þegar við áttuðum okkur á að þetta væri hennar...,“ segir Sigtryggur. Það fyrsta sem þeir gerðu var að spyrjast fyrir inni á Facebook hvort það gæti verið að skórnir væru Birnu, en að um mínútu síðar hafi þeir hringt á lögreglu og tilkynnt um fundinn. Þeir segja það hafa verið mikil mistök að birta mynd af öðrum skónum, enda sé um afskaplega viðkvæmt mál að ræða.Björgunarsveitarmenn við leit í Hafnarfjarðarhöfn í dag.vísir/eyþór „Ég setti þessa mynd inn og á meðan google-aði bróðir minn skótegundina, og hann sá að þetta væru svipaðir skór þannig að ég hringdi strax á lögreglu. Ég var í símanum í sjö eða átta mínútur og á meðan fylltist allt af skilaboðum og kommentum og þá eyddi ég myndinni út,“ segir Pétur. Pétur hafði tilkynnt um að hann væri að leita við Kaldársel í Hafnarfirði inni á Facebook, og eftir að hann birti myndina hélt mikill fjöldi fólks á svæðið til að aðstoða við leitina. Skórnir voru hins vegar við Hafnarfjarðarhöfn og bað lögregla fólk um að halda sig alfarið frá leitarsvæðinu. Sigtryggur segir þá hafa beðið eftir lögreglu í um fimmtán mínútur. „Við biðum þarna í smá stund og töluðum við lögregluna, og lögreglan bað okkur um að fara. Við fengum síðan símtal frá henni um klukkan þrjú um nóttina og það var tekin af okkur skýrsla.“Frá aðgerðum lögreglu við Reykdalsstíflu.Vísir/ErnirÞeir segjast báðir hafa verið andvaka síðan og geri fátt annað en að fylgjast með fjölmiðlum. „Ég á sjálfur börn og ég gæti ekki ímyndað mér ef þetta væri barnið mitt. Ég einmitt sagði við unnustu mína að ég myndi vilja að allir væru að leita ef þetta værum við,“ segir Pétur. Tóku þátt í björgun við ReykdalsstífluBræðurnir segjast báðir alltaf stökkva til þegar eitthvað bjáti á. Nýjasta dæmið var þegar þeir voru á gangi skammt frá Reykdalsstíflu í Hafnarfirði þar sem tveir ungir drengir voru hætt komnir í stíflunni í apríl árið 2015. Sigtryggur stökk út í og festist sjálfur þannig að litlu munaði að hann festist sjálfur í stíflunni. „Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla það að vera óheppinn að vera alltaf á réttum stað á réttum tíma. En ætli ég sé ekki bara oft réttur maður á réttum tíma,“ segir Sigtryggur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Bræðurnir Sigtryggur og Pétur Péturssynir ákváðu í skyndi í gær að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést frá því á laugardag. Þeir fundu skópar sem reyndist í hennar eigu en skórnir eru nú helsta vísbending lögreglu í leitinni. Hvorugur þeirra þekkir Birnu. „Ég hafði lesið mikið um þetta mál í fréttunum. Pabbi stakk upp á því að við færum út að leita en það varð ekkert úr því þannig að ég fór bara heim. En hann hefur heyrt í bróður mínum og bróðir minn hringir í mig og spyr hvort ég vilji ekki kíkja smá spöl. Við vorum vel búnir, með tvö mjög sterk ljós og fórum í átt að Kaldárseli og leituðum þar í svona 45 mínútur. Við ætluðum þá heim en ákváðum að kíkja á einn stað í viðbót; á höfnina,“ segir Pétur. Pétur segir þá hafa gengið um bryggjuna stutta stund en dimmt var úti og veður vont á þeim tímapunkti. „Ég þekki þennan stað ágætlega. Við kíktum ofan í einhverja sandpoka þarna og leituðum meðfram sjónum og svona en sáum ekkert. Þegar við vorum á leiðinni til baka þá rákum við augun í þessa skó.“Frá leitinni í Hafnarfjarðarhöfn í nótt.Vísir/VilhelmMikið áfall að sjá skóna Bræðurnir segja það hafa verið mikið áfall að sjá skóna en Pétur var sá sem fyrstur kom auga á skóna. „Ég sá bara andlitið á Pétri bróður mínum og sá hversu mikið honum brá. Maður hafði áhyggjur áður en maður fór út að leita en mun meiri áhyggjur eftir að hafa fundið skóparið, þetta er svo rosalega óhugnanlegt. Svipurinn á bróður mínum þegar við áttuðum okkur á að þetta væri hennar...,“ segir Sigtryggur. Það fyrsta sem þeir gerðu var að spyrjast fyrir inni á Facebook hvort það gæti verið að skórnir væru Birnu, en að um mínútu síðar hafi þeir hringt á lögreglu og tilkynnt um fundinn. Þeir segja það hafa verið mikil mistök að birta mynd af öðrum skónum, enda sé um afskaplega viðkvæmt mál að ræða.Björgunarsveitarmenn við leit í Hafnarfjarðarhöfn í dag.vísir/eyþór „Ég setti þessa mynd inn og á meðan google-aði bróðir minn skótegundina, og hann sá að þetta væru svipaðir skór þannig að ég hringdi strax á lögreglu. Ég var í símanum í sjö eða átta mínútur og á meðan fylltist allt af skilaboðum og kommentum og þá eyddi ég myndinni út,“ segir Pétur. Pétur hafði tilkynnt um að hann væri að leita við Kaldársel í Hafnarfirði inni á Facebook, og eftir að hann birti myndina hélt mikill fjöldi fólks á svæðið til að aðstoða við leitina. Skórnir voru hins vegar við Hafnarfjarðarhöfn og bað lögregla fólk um að halda sig alfarið frá leitarsvæðinu. Sigtryggur segir þá hafa beðið eftir lögreglu í um fimmtán mínútur. „Við biðum þarna í smá stund og töluðum við lögregluna, og lögreglan bað okkur um að fara. Við fengum síðan símtal frá henni um klukkan þrjú um nóttina og það var tekin af okkur skýrsla.“Frá aðgerðum lögreglu við Reykdalsstíflu.Vísir/ErnirÞeir segjast báðir hafa verið andvaka síðan og geri fátt annað en að fylgjast með fjölmiðlum. „Ég á sjálfur börn og ég gæti ekki ímyndað mér ef þetta væri barnið mitt. Ég einmitt sagði við unnustu mína að ég myndi vilja að allir væru að leita ef þetta værum við,“ segir Pétur. Tóku þátt í björgun við ReykdalsstífluBræðurnir segjast báðir alltaf stökkva til þegar eitthvað bjáti á. Nýjasta dæmið var þegar þeir voru á gangi skammt frá Reykdalsstíflu í Hafnarfirði þar sem tveir ungir drengir voru hætt komnir í stíflunni í apríl árið 2015. Sigtryggur stökk út í og festist sjálfur þannig að litlu munaði að hann festist sjálfur í stíflunni. „Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla það að vera óheppinn að vera alltaf á réttum stað á réttum tíma. En ætli ég sé ekki bara oft réttur maður á réttum tíma,“ segir Sigtryggur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14