Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2017 19:39 Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin. Brexit Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin.
Brexit Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira