Katarbúar eru komnir í sextán liða úrslitin á HM í handbolta í Frakklandi eftir fjögurra marka sigur á Argentínumönnum í dag. Argentínumenn gengu hreinlega á vegg á fyrstu 30 mínútunum.
Pólverjar eru á leiðinni í Forsetabikarinn eftir töp í fyrstu þremur leikjum sínum en þeir náðu loksins að fagna sigri á móti Japan í dag. Vandamálið er að það skilar sér skammt og ekki einu sinni sigur á Frökkum í lokaleiknum kemur þeim í sextán liða úrslitin.
Katar vann Argentínu 21-17 en fyrri hálfleikurinn er eitt það ótrúlegasta sem hefur sést á HM. Katarliðið var nefnilega 9-2 yfir í hálfleik en gat leyft sér að slaka á í vörninni í seinni hálfleiknum sem endaði 15-12 fyrir Argentínumenn.
Argentínska liðið skoraði því sjö sinnum fleiri mörk í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Sigurinn tryggir Katarbúum sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir að einn leikur sé eftir.
Pólland vann 26-25 sigur á Japan eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-9.
Pólverjar voru 16-14 undir þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir en skoruðu þá fjögur mörk í röð á tveggja mínútna kafla og snéru með því leiknum.
Pólverjar eiga lokaleik sinn á móti Frökkum en geta aldrei komist upp fyrir Rússland og Brasilíu sem unnu bæði innbyrðisleiki liðanna. Pólverjar töpuðu með fjórum mörkum á móti Brössum og með fjórum mörkum á móti Rússum.
Fyrsti sigur Pólverja kom alltof seint | Katar er komið áfram í sextán liða úrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn
