Liggur ekki fyrir hvar Birna keypti sér mat á göngu sinni um miðbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 15:27 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum og tæknideild skoði skóna. Rannsókn á lífssýnum sé þó afar tímafrek. vísir/anton brink Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu reynir að púsla saman brotunum til að kortleggja nákvæmlega för Birnu Brjánsdóttur frá því hún yfirgaf skemmtistaðinn Húrra og þar til síðast sást til hennar á eftirlitsmyndavél við Laugaveg um tuttugu og fimm mínútum síðar.Tæknideild lögreglu handlagði í hádeginu í dag rauða Kia Rio bifreið sem kemur heim og saman við þá sem lýst hefur verið eftir í fjölmiðlum. Ekki hefur náðst í lögreglu til að spyrja út í fundinn.Forgangsraða upptökum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir gögnum og upplýsingum úr myndavélum alls staðar. Til dæmis við Hafnarfjarðarhöfn þar sem skór, sem allt bendir til þess að séu Birnu, fundust í gærkvöldi. Skoðun stendur yfir á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Grímur bendir á að um margar myndavélar sé að ræða, mikið myndefni og ekki sé hægt að horfa á allt. Þá eigi eftir að fá efni úr fleiri vélum. „Við verðum að forgangsraða því sem við horfum á,“ segir Grímur. Í myndskeiði sem lögregla birti síðdegis í gær mátti sjá skot úr þremur eftirlitsmyndavélum sést að Birna var að borða eitthvað á göngu sinni. Sá sem afgreiddi hana var mögulega sá síðasti til að ræða við Birnu áður en hún hvarf sporlaust.Óljóst hvar maturinn var keyptur Grímur segir að ekki sé enn ljóst hvar hún keypti sér mat og því hafi enn ekki verið rætt við viðkomandi. Þá hefur tæknideild skóna undir höndum. Grímur segir alla skoðun á lífssýnum afar tímafreka jafnvel þótt málið sé í algjörum forgangi. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að það er skoðun lögreglu að taka þar eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar í gagngerra endurskoðun. Þá liggur fyrir að lögregla vinnur hörðum höndum að því að skoða símagögn frá því umrædda nótt eftir úrskurð héraðsdóms í morgun.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47