Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða