Franskir vinstrimenn velja sér forsetaefni: Montebourg sækir hart að Valls Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2017 10:46 Arnaud Montebourg og Benoît Hamon í gærkvöldi. Vísir/AFP Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51