Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:30 Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur. vísir/loftmyndir Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05
Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00