NBA: Tuttugasta þrenna Westbrook á tímabilinu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:21 Þrennukóngarnir Russell Westbrook og James Harden bættu báðir við þrennum í safnið í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og gerðu það báðir í sigurleikjum.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 122-118 útisigur á Sacramento Kings. Þetta var tuttugasta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu en hann var með 19 þrennur allt tímabilið í fyrra. Westbrook er eins og kunnugt er með þrennu að meðaltali í leik en því hefur bara einn maður náð einu sinni á tímabili í sögu NBA-deildarinnar og sá maður er Oscar Robertson. Enes Kanter var með 29 stig og 12 fráköst fyrir Thunder-liðið en hjá Sacramento Kings var DeMarcus Cousins með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.James Harden var einnig í þrennustuði þegar Houston Rockets vann 137-112 sigur á Brooklyn Nets og endaði með því tveggja leikja taphrinu. Harden var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en þetta var hans tólfta þrenna á leiktíðinni. Eric Gordon bætti við 24 stigum fyrir Houston-liðið og Trevor Ariza skoraði 23 stig. Houston Rockets liðið skoraði 21 þriggja stiga körfu í leiknum og fimm leikmenn þess skoruðu sextán stig eða meira. Trevor Booker var stighæstur hjá Brooklyn Nets með 18 stig.Doug McDermott setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig fyrir Chicago Bulls í 108-104 sigri á Memphis Grizzlies en þetta var annar sigur Chicago-liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 16 stig fyrir Bulls en hann skoraði mörg mikilvæg stig á lokakafla leiksins.Kent Bazemore skoraði 24 stig og nýi maðurinn Mike Dunleavy bætti við 20 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-98 sigur á Milwaukee Bucks og fagnaði með því sínum áttunda sigri í síðustu níu leikjum. Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig fyrir Milwaukee.DeMar DeRozan skoraði 23 stig og Norman Powell var með 21 stig þegar Toronto Raptors vann 116-101 heimasigur á New York Knicks. Toronto vann þriðja leikhlutann 27-8 og gerði þá út um leikinn.Tobias Harris var með 23 stig fyrir Detroit Pistons í 102-97 sigri á Los Angeles Lakers þar af setti hann niður mikilvægan þrist þegar aðeins 30,5 sekúndur voru eftir. Marcus Morris skoraði 23 stig og Andre Drummond var með 15 stig og 17 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 26 stig en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð.Wesley Matthews skoraði 19 stig og Dirk Nowitzki bætti við 17 stigum þegar Dallas Mavericks vann Minnesota Timberwolves 98-87 á heimavelli.Úrslit í öllum leikjunum í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-102 Memphis Grizzlies - Chicago Bulls 104-108 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 118-122 Brooklyn Nets - Houston Rockets 112-137 Atlanta Hawks - Milwaukee Bucks 111-98 Toronto Raptors - New York Knicks 116-101 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 98-87 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Þrennukóngarnir Russell Westbrook og James Harden bættu báðir við þrennum í safnið í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og gerðu það báðir í sigurleikjum.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 122-118 útisigur á Sacramento Kings. Þetta var tuttugasta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu en hann var með 19 þrennur allt tímabilið í fyrra. Westbrook er eins og kunnugt er með þrennu að meðaltali í leik en því hefur bara einn maður náð einu sinni á tímabili í sögu NBA-deildarinnar og sá maður er Oscar Robertson. Enes Kanter var með 29 stig og 12 fráköst fyrir Thunder-liðið en hjá Sacramento Kings var DeMarcus Cousins með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.James Harden var einnig í þrennustuði þegar Houston Rockets vann 137-112 sigur á Brooklyn Nets og endaði með því tveggja leikja taphrinu. Harden var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en þetta var hans tólfta þrenna á leiktíðinni. Eric Gordon bætti við 24 stigum fyrir Houston-liðið og Trevor Ariza skoraði 23 stig. Houston Rockets liðið skoraði 21 þriggja stiga körfu í leiknum og fimm leikmenn þess skoruðu sextán stig eða meira. Trevor Booker var stighæstur hjá Brooklyn Nets með 18 stig.Doug McDermott setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig fyrir Chicago Bulls í 108-104 sigri á Memphis Grizzlies en þetta var annar sigur Chicago-liðsins í röð. Jimmy Butler skoraði 16 stig fyrir Bulls en hann skoraði mörg mikilvæg stig á lokakafla leiksins.Kent Bazemore skoraði 24 stig og nýi maðurinn Mike Dunleavy bætti við 20 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-98 sigur á Milwaukee Bucks og fagnaði með því sínum áttunda sigri í síðustu níu leikjum. Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig fyrir Milwaukee.DeMar DeRozan skoraði 23 stig og Norman Powell var með 21 stig þegar Toronto Raptors vann 116-101 heimasigur á New York Knicks. Toronto vann þriðja leikhlutann 27-8 og gerði þá út um leikinn.Tobias Harris var með 23 stig fyrir Detroit Pistons í 102-97 sigri á Los Angeles Lakers þar af setti hann niður mikilvægan þrist þegar aðeins 30,5 sekúndur voru eftir. Marcus Morris skoraði 23 stig og Andre Drummond var með 15 stig og 17 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 26 stig en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð.Wesley Matthews skoraði 19 stig og Dirk Nowitzki bætti við 17 stigum þegar Dallas Mavericks vann Minnesota Timberwolves 98-87 á heimavelli.Úrslit í öllum leikjunum í NBA í nótt: Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 97-102 Memphis Grizzlies - Chicago Bulls 104-108 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 118-122 Brooklyn Nets - Houston Rockets 112-137 Atlanta Hawks - Milwaukee Bucks 111-98 Toronto Raptors - New York Knicks 116-101 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 98-87
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira