Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 20:15 Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan. Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira