Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin stefni á að ljúka endurskoðun peningastefnunnar innan árs í samvinnu við Alþingi og vinnumarkað. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum höldum við áfram umfjöllun um hörmulegt banaslys sem varð á Grindavíkurvegi en ítrekað hafði verið óskað eftir úrbótum á veginum á síðustu árum áður en slysið varð og er hann í flokki hættulegustu vega landsins.

Þá fjöllum við um nýja rannsókn sem sýnir að tengsl eru á milli vaxandi kvíða hjá ungum stúlkum og notkunar samfélagsmiðla eins og Facebook og Snapchat.

Útlendingamál verða líka í brennidepli en þrefalt fleiri sóttu um hæli hér á landi á síðasta ári en árið á undan. Á sama tíma fækkaði hælisumsóknum á hinum Norðurlöndunum.

Loks verður rætt við trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem eru afar ósáttir við við val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. Formaður kjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir að landsbyggðinni sé gefinn fingurinn með skipun í ráðherrastóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×