Innlent

Unnsteinn og Sigrún verða aðstoðarmenn Óttars

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson. Velferðarráðuneyti
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur rðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.

Unnsteinn hefur frá árinu 2015 starfað sem aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar og sinnt ýmsum verkefnum fyrir þingflokkinn sem og innra starfi Bjartrar framtíðar.

Unnsteinn er menntaður KaosPilot þ.e. nám í skapandi verkefnastjórnun sem hann stundaði í Hollandi og Danmörku árin 2008 – 2012. Áður lauk hann námi af listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði.

Hann hefur verið virkur í félagsstörfum, m.a. verið varaformaður Samtakanna ´78, setið í stjórn Bjartrar framtíðar, stjórn skátafélagsins Vífils og stjórn nemendafélags Iðnskólans í Hafnarfirði

Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með doktorsgráðu á sviði lýðheilsu og stefnumótunar frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.

Sigrún hefur starfað sem dósent á viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Hún hefur einnig tekið virkan þátt í félagsmálum og gengt þingmennsku sem varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013 og 2014 og er nú varaþingmaður flokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×