Snowdon lávarður, fyrrverandi eiginmaður Margrétar prinsessu, er látinn, 86 ára að aldri.
Frá þessu greinir BBC og vísar í upplýsingar frá ljósmyndastofunni Camera Press þar sem hann starfaði um árabil. Segir að hann hafi andast á heimili sínu fyrr í dag.
Snowdon bar nafnið Anthony Armstrong-Jones og starfaði lengi sem ljósmyndari.
Snowdon gekk að eiga Margréti prinsessu í mars 1960 en þau skildu sextán árum síðar.
Margrét var eina systir Elísabetar Bretadrottningar og lést í febrúar 2002.
Fyrrverandi eiginmaður Margrétar prinsessu er látinn
atli ísleifsson skrifar
