Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en farið verður með málið fyrir dómstóla.

Einnig verður fjallað um hörmulegt umferðarslys sem átti sér stað á Grindavíkurvegi í dag þar sem átján ára gömul stúlka lést.

Við fjöllum einnig um öryggismál við Gullfoss en dæmi eru um að ferðamenn stefni sér þar í voða. Formaður Félags leiðsögumanna segir að nýr ráðherra þurfi að bregðast við.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um aðsókn í iðnnám sem hefur margfaldast undanfarið - einn nemandi seigst geta valið úr atvinnutilboðum eftir útskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×