Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Sátt við að pabbi sinn ákvað að deyja

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ingrid Kuhlman er einn stofnfélaga félagsins Lífsvirðingar, félag um dánaraðstoð, sem stofnað verður síðar í janúar.

Ingrid, sem er búsett á Íslandi, átti hollenskan föður sem dó með aðstoð lækna, en dánaraðstoð er þegar sjúklingur óskar eftir aðstoð frá lækni við að deyja.

Megintilgangur Lífsvirðingar er að samþykkt verði löggjöf á Íslandi um dánaraðstoð og fyrir því ætla þau að berjast. Af því tilefni er hollenskur læknir staddur á landinu sem hefur barist fyrir sjálfsákvörðunarrétti fólks þegar kemur að dauðanum, en við hann verður rætt í fréttatímanum. Hann hefur sjálfur aðstoðað rúmlega tíu manns við að deyja.

Ingrid kveðst sátt við ákvörðun föður síns og segir fjölskylduna alla sama sinnis. Þannig hafi hann fengið að kveðja, segja allt sem segja þurfti, rifja upp góðar minningar og kveðja svo með reisn.

Nánari umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast að vanda á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×