Innlent

Þorbjörg og Karl verða aðstoðarmenn Þorsteins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa.
Þorsteinn Víglundsson hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa. vísir
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Karl Pétur Jónsson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Karl Pétur er fæddur 30. ágúst 1969. Hann hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi í almannatengslum ásamt því að framleiða leikverk og sjónvarpsþætti. Karl Pétur er varabæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi þar sem hann situr í skólanefnd og jafnréttisnefnd. Hann er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn saman.

Þorbjörg Sigríður er fædd 23. maí 1978. Hún hefur verið deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst frá 2015 og var aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara áður en hún hóf störf hjá Bifröst. Þorbjörg starfaði sem aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri ofbeldisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og var aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur, svo fátt eitt sé nefnt, en nánar má lesa um Þorbjörgu og Karl á vef velferðarráðuneytisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×